17.12.2005
Í dag verða tveir leikir í Íslandsmóti meistaraflokks karla og fara báðir leikirnir fram á Akureyri. Kl. 17:00 taka heimamenn í Skautafélagi Akureyrar á móti Birninum í miklum spennuleik, því þessi tvö lið berjast nú um sæti í úrslitum og hvert stig skiptir máli. Þessi viðureign verður sú fjórða í vetur sem af er tímabili hefur Björninn borið sigur úr býtum í tvígang en SA einusinni.
KL 20:00 í kvöld tekur svo Narfi á móti Skautafélagi Reykjavíkur en bilið á milli þessara liða er breitt á stigatöflunni. SR er efst og nú þegar búið að tryggja sér sæti í úrslitum á meðan Narfi vermir botnsætið. Þó er gert ráð fyrir athyglisverðri viðureign í kvöld því SR leikur án nokkurra lykilmanna. Allir íshokkíáhugamenn eru hvattir til að mæta í Skautahöllina á Akureyri og sjá skemmtilegar viðureignir.