13.09.2004
ÍHÍ er búið að samþykkja alþjóðleg félagaskipti fyrir tvo Íslendinga nú þegar og vitað er að fleiri eru að reyna fyrir sér úti.
Gladsaxe í Danmörku óskaði fyrst eftir flutnings pappírum fyrir Jónas Breka og síðan í kjölfarið kom beiðni um flutningspappíra frá Vojens (einnig í Danmörku) fyrir Rúnar Rúnarsson. Líklega eigum við eftir að fá fleiri óskir um flutning.
Fréttir voru að berast af því að Rúnar væri búin að leika sinn fyrsta leik, með 1. deildar liði Vojens en þeir töpuðu 4-2 fyrir Álaborg þrátt fyrir að vera að spila á heimavelli. Lurkurinn náði nú samt að setja eitt með glæsibrag þegar hann stimplaði sig rækilega inn í Dönsku deildarkeppnina og skoraði eftir að 47 sekúndur voru liðnar af leiknum.
ÍHÍ mun af og til í vetur skrifa smá greinarstúfa þegar fréttir berast af þessum leikmönnum okkar í útlöndum.