06.12.2005
Í leik Bjarnarins og Narfa sem fram fór í Egilshöllinni á sunnudag voru tveir af þremur dómurum leiksins konur. Snorri Gunnar Sigurðarson dæmdi leikinn en honum til halds og trausts voru línudómararnir Berglind Ólafsdóttir og Sigrún Agatha Árnadóttir.
Þetta mun vera í fyrsta skiptið hér á landi sem tvær íslenskar konur dæma saman í meistaraflokki karla. En áður hafði Berglind Ólafsdóttir dæmt á línunni með Mari Lethonen (frá Finlandi) þegar Rúnar Rúnarsson var aðaldómari.
Stelpurnar stóðu sig með mikilli prýði og vonandi munu þær taka fleiri leiki á næstunni.