Þjálfun - styrkir

Fengum eftirfarandi upplýsingar sendar í pósti frá ÍSÍ:


Fjarnám í þjálfaramenntun!

 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands býður upp á fjarnám í þjálfaramenntun í sumar.  Um er að ræða 1. stig í þjálfaramenntun almenns hluta, þ.e. 1a, 1b og 1c.
 
Áætlað er að námið hefjist um miðjan júní og er það öllum opið 16 ára og eldri.  Um er ræða 8 vikna tímabil þar sem nemendur skila verkefnum eftir hverjar tvær vikur auk lokaverkefnis.  Öll kennsla fer fram í gegnum netið.  Námið gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar og er metið til tveggja eininga í framhaldsskólum eða sem samsvarar ÍÞF 1024. 
 
Þátttökugjald er kr. 22.000.- og eru öll námsgögn innifalin í verði.
 
Skráning á námskeiðið er á netfanginu linda@isi.is og er skráningarfrestur til 10. júní.   Við skráningu þarf að gefa upp nafn, heimilisfang, kennitölu og netfang.   
 
Allar frekari upplýsingar gefur sviðsstjóri Fræðslusviðs í síma 460-1467 eða á vidar@isi.is  
 
 
Þjálfarastyrkir!
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir umsóknum um þjálfarastyrki fyrir vorönn 2007.  Hver styrkur er að upphæð kr. 50.000.- og er veittur til aðila sem sækir sér þjálfaramenntun eða kynningu á íþróttaþjálfun erlendis. 
Styrkhæf verkefni eru þau verkefni sem komið hafa til framkvæmda frá janúar til og með júní 2007.  Umsóknum skal skilað til Fræðslusviðs ÍSÍ á þar til gerðum eyðublöðum sem finna má hér á heimasíðu ÍSÍ.  Allar íþróttagreinar eru jafnar hvað umsóknir varðar og tekið verður tillit til beggja kynja við úthlutun.
Umsóknarfrestur er til 1. júní 2007.
Allar frekari upplýsingar gefur sviðsstjóri Fræðslusviðs í síma 460-1467 eða á vidar@isi.is