Sumarið er komið!

Þá er öllum leikjum á mótum ÍHÍ lokið þetta árið enda sumarið komið (allavega samkvæmt dagatalinu) og eins og endranær fækkar fréttum hérna á heimasíðunni okkar að sama skapi. Tímabilinu er þó ekki alveg lokið hjá hreyfingunni sem slíkri enda þing Alþjóða ishokkísambandsins (IIHF) framundan auk þess sem Íshokkíþing verður haldið fljótlega eftir miðjan maí. Á þingi IIHF verða framtíð HM-móta neðri deilda liða eitt aðalumræðuefnið og við munum að sjálfsögðu skrifa um það ef einhver niðurstaða næst í þau mál á þinginu. Mót þessi hafa verið í nokkurn tíma til umræðu á þingunum og sýnist sitt hverjum. Ég held að flest allir hér heima séu sammála um að það er mikil lyftistöng fyrir leikmenn okkar sem geta á þeim att kappi við önnur lið sem eru að svipuðum styrkleika og okkar lið. Árangurinn hvað íslenskt íshokkí er allavega ágætur, karlaliðið virðist hafa treyst sæti sitt í sessi í 2. deildinni. Kvennaliðið og U18 ára liðið unnu sig upp um deild en U20 liðið þarf að láta hendur standa fram úr ermum. Við sjáum hvað setur.

Myndin er í eigu Péturs Maack.

HH