12.09.2006
Eftirfarandi samþykkt var gerð á stjórnarfundi ÍHÍ þ. 12.9.2006:
“Stjórnarmenn ræddu fjölgun umferða í deildinni til að mæta brottför Narfanna úr deildinni. Samþykkt var að fela mótanefnd að raða niður nýju móti og fara með það í tíu umferðir, ef kostur er. Ákveðið að fresta öllum leikjum í meistaraflokki karla þangað til niðurstaða liggur fyrir en að leikir í öðrum flokkum haldi sér.”
Vonast er til þess að þess að vinnu þessari verði lokið sem fyrst, þ.e. fljótlega uppúr helgi.
Kveðja,
Íshokkísamband Íslands
Hallmundur Hallgrímsson framkvæmdastjóri