31.03.2008
Skautafélag Akureyrar sigraði í kvöld Skautafélag Reykjavíkur í fjórða leik liðanna í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn endaði með því að Skautafélag Akueyrar skoraði níu mörk gegn fimm mörkum heimamanna. Lotur fóru 1 - 3, 1 - 3 og 3 - 3. Eins og sjá má hér fyrir neðan fóru tékkarnir í liði SA þeir Tomas Fiala og Jakub Kuci mikinn og sex af níu mörkum norðanmanna voru skoruð þar sem þeir voru einum manni fleiri.
Mörk/stoðsendingar SR:
Martin Soucek 2/0
Steinar Páll Veigarsson 1/1
Arnþór Bjarnason 1/0
Gauti Þormóðsson 1/0
Stefán Hranfkelsson 0/1
Gunnlaugur Karlsson 0/1
Brottvikningar SR: 55 mín.
Mörk/stoðsendingar SA:
Tomas Fiala 5/1
Andri Már Mikalesson 2/1
Orri Blöndal 1/0
Sigurður Árnason 1/0
Jakub Kuci 0/6
Jón B. Gíslason 0/3
Birkir Árnason 0/1
Steinar Grettisson 0/1
Brottvikningar SA: 14 mín.
HH