Fara í efni
SR - SA umfjöllun
26.03.2009
Annar leikur í úrslitum um íslandsmeistaratitilinn milli Skautafélags Reykjavíkur og Skautafélags Akureyrar fór fram í Laugardal í gærkvöld. Leiknum lauk með sigri SR-inga sem gerðu 5 mörk gegn 4 mörkum SA-manna. Rétt einsog í fyrri leiknum voru það þó SA-menn sem byrjuðu betur með marki frá Jóni B. Gíslasyni strax á annarri mínútu. Gauti Þormóðsson jafnaði metin fyrir heimamenn þegar lotan var u.þ.b. hálfnuð en áður en á stuttum kafla strax á eftir bættu SA-menn við tveimur mörkum. Þar voru á ferðinni Rúnar F Rúnarsson og fyrrnefndur Jón B Gíslason.
Þegar um sex mínútur voru liðnar að annari lotu fullkomnaði Jón síðan þrennuna sína og staðan orðin 1 – 4 SA-mönnum í vil. Þegar um fimm mínútur lifðu aðra lotu breyttist gangur leiksins hinsvegar og SR-ingar náðu að jafna leikinn áður en lotan var á enda. Egill Þormóðsson gerði tvö mörk en þriðja markið gerði Arnþór Bjarnason. Staðan orðin 4 – 4 og öll síðasta lotan eftir.
Lengi vel gekk liðunum ekkert að skora. Það var ekki fyrr en að 48 sekúndur lifðu leiks að Egill Þormóðsson stal pekkinum af varnarmanni SA-manna og skoraði og tryggði þar með SR-ingum sigur í leiknum.
Staðan í keppninni er því orðin 2 – 0 SR-ingum í vil þannig að hver leikur héðan í frá, hvort sem þeir verða einn, tveir eða þrír, eru hreinir úrslitaleikir. Akureyringar eru komnir með bakið upp að vegg verða að berja liðið sitt saman ef ekki á illa að fara. SR-ingar á hinn bóginn hafa vindinn í seglin og ætla sér örugglega stóra hluti í leiknum á Akureyri næstkomandi laugardag.
Mörkin úr leiknum má sjá næstu tvær vikurnar hér.
Mörk/stoðsendingar SR:
Egill Þormóðsson 3/2
Gauti Þormóðsson 1/1
Arnþór Bjarnason 1/1
Daniel Kolar 0/1
Brottvikningar SR: 8 mín
Mörk/stoðsendingar SA:
Jón B. Gíslason 3/0
Rúnar F Rúnarsson 1/0
Steinar Grettisson 0/2
Sigurður S Sigurðusson 0/1
Sigurður Óli Árnason 0/1
Brottvikningar SA: 40 mín.
Myndina tók Sigurgeir Haraldsson
HH