Skautafélag Reykjavíkur og Skautafélag Akureyrar mættust á laugardaginn í bráðfjörugum leik á íslandmóti kvenna. Leiknum lauk með sigri SA sem gerði sjö mörk gegn fimm mörkum SR-kvenna.
Nýtt fyrirkomulag hefur verið tekið upp í kvennakeppninni þetta tímabilið en 20 manna æfingahópur landsliðs hefur nú verið tekinn út fyrir deildarkeppni og æfir og spilar sérstaklega. Öllum liðunum er þó heimilt að fá fjóra leikmenn lánaða úr æfingahópnum í hverjum leik til að styrkja lið sitt.
Einsog áður sagði var leikurinn bráðfjörugur en það voru SR- liðið sem áttu fyrstu tvö mörkin, það fyrra kom frá Flosrún V. Jóhannesdóttir en hið síðara frá Elvu Hjálmarsdóttir. Silvía Rán Björgvinsdóttir jafnaði hinsvegar leikinn fyrir SA með tveimur mörkum oá skömmum tíma. Áður en lotunni lauk höfðu liðin bætt við fjórum mörkum í viðbót. Þrjú þeirra komu SA meginn en eitt frá SR og staðan því 3 – 5 eftir fyrstu lotu.
Önnur og þriðja lotan var öllu rólegri hvað markaskorun varðaði en báðar fóru loturnar 1 – 1.
SA-stúlkur mættu með mikið af ungum leikmönnum sem voru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki.
Mörk/stoðsendingar SR:
Elva Hjálmarsdóttir 2/1
Flosrún V. Jóhannesdóttir 2/0
Guðbjörg Grönvold 1/0
Sandra Marý Gunnarsdóttir 0/1
Refsingar SR: 4 mínútur.
Mörk/stoðsendingar SA:
Silvía Rán Björgvinsdóttir 3/1
Diljá Sif Björgvinsdóttir 2/0
Harpa M. Benediktsdóttir 1/0
Ragnhildur H. Kjartansdóttir 1/0
Refsingar SA: Engar
HH