18.04.2008
Síðasti leikurinn í 2. fl karla fór fram í gær. Þar léku Björninn og Skautafélag Reykjávíkur og fór leikurinn fram í Egilshöll. Því miður hefur ekki borist leikskýrsla úr leiknum þannig að ekki er hægt að birta markaskorara. Eftir stórsigur SR-inga á Birninum sem fram fór tíu dögum áður áttu fáir von á því að þessi leikur yrði eitthvað vandamál fyrir SR-inga. Kanski það hafi þó einna helst verið Bjarnarmenn sem áttu von á einhverju öðru því þegar fimm mínútur lifðu leiks var staðan 5 mörk gegn 3 mörkum SR-inga. Þess má geta að hefðu Bjarnarmenn skorað tvö mörk í viðbót án þess að SR-ingar næðu að svara fyrir sig hefði markatala SR-inga og SA-manna verið orðin jöfn og einnig stigafjöldi þeirra í deildinni. Þá hefði komið til úrslit í innbyrðis leikjum liðanna en á það reyndi ekki því að á síðustu mínútunum sett SR-ingar tvö mörk og jöfnuðu leikinn.
Á myndinni sem Sigurður KR. Björnsson sendi okkur má sjá íslandsmeistara SR í öðrum flokki að verðlaunaafhendingu lokinni.
HH