Lið Skautafélags Reykjavíkur og Bjarnarins mættust í meistaraflokki kvenna síðastliðið föstudagskvöld og fór leikurinn fram í Laugardalnum. Leiknum lauk með sigri Bjarnarins sem gerði fimmtán mörk gegn tveimur mörkum SR-kvenna.
Bjarnarstúlkur voru töluvert sókndjarfari í leiknum einsog tölurnar reyndar gefa til kynna og komu sér í þægilega 0 - 4 stöðu. Það var Flosrún Vaka sem opnaði og lokaði markareikning Bjarnarstúlkna en hún ásamt Steinunni Erlu Sigurgeirsdóttir voru markahæðstar.
Í annarri lotunni létu þær kné fylgja kviði og bættu við sex mörkum í öllum regnbogans litum. SR-stúlkur náðu aðeins að svara fyrir sig í þriðju og síðustu lotunni sem fór 2 - 5.
Með sigrinum jafnaði Björninn SA að stigum en bæði liðin eru með 15 stig en SA á leik til góða.
Mörk/stoðsendingar SR:
Evlalía Kolbrún Ágústsdóttir 1/0
Elva Hjálmarsdóttir 1/0
Refsingar SR: Engar
Mörk/stoðsendingar Björninn:
Flosrún Vaka Jóhannesdóttir 5/4
Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir 5/3
Snædís Kristjánsdóttir 2/0
Karen Þórisdóttir 1/3
Alda Kravec 1/2
Kristín Jóhannsdóttir 1/0
Lilja María Sigfúsdóttir 0/2
Refsingar Björninn: 2 mínútur
Mynd: Hafsteinn Snær Þorsteinsson
HH