SR - Björninn umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Skautafélag Reykjavíkur og Björninn áttust við í kvennaflokki í gærkvöld og fór leikurinn fram í skautahöllinni í Laugardal. Leiknum lauk með sigri Bjarnarins sem gerði átta mörk gegn fimm mörkum heimakvenna í SR.

Markaveislan hófst strax í fyrstu lotu en þá gerðu liðin sjö mörk í það heila. Landsliðskonan Elva Hjálmarsdóttir opnaði markareikninginn fyrir Bjarnarkonur en SR-konur jöfnuðu jafnharðan með marki frá þjálfara sínum, Sigríði Finnbogadóttir. Það sem eftir lifði lotunnar náði Björninn þrisvar sinnum forystunni og  tvisvar sinnum náðu SR-konur að minnka muninn. Kristín Ingadóttir, Flosrún Vaka og Ingibjörg Hjartardóttir áttu mörk Bjarnarkvenna en Steinunn Sigurgeirsdóttir bæði mörk SR-inga.
Í annarri lotunni skiptust liðin síðan á jafnan hlut, þ.e. bæði lið skoruðu tvö mörk og staðan því að henni lokinni  5 – 6 gestunum í vil.
SR-konur virtust hinsvegar orðnar þreyttar þegar kom að þriðju og síðustu lotunni en þá gerður Bjarnarkonur tvö mörk. Fyrra markið átti Flosrún Vaka og það síðara Ingibjörg Hjartardóttir.

Mörk/stoðsendingar SR:

Steinunn Sigurgeirsdóttir 3/1
Sigríður Finnbogadóttir 2/1
Lilja Sigfúsdóttir 0/1

Refsingar SR: 6 mínútur.

Mörk/stoðsendingar: Björninn:

Flosrún Vaka Jóhannesdóttir 3/2
Ingibjörg Hjartardóttir 2/0
Kristín Ingadóttir 2/0
Elva Hjálmarsdóttir 1/0
Berglind Valdimarsdóttir 0/3
Karen Þórisdóttir 0/2

Refsingar Björninn: 2 mínútur.

Mynd: Gunnar Jónatansson

HH