SR - Björninn umfjöllun

Skautafélag Reykjavíkur og Björninn áttust við í Skautahöllin í Laugardal í gærkvöld. Leiknum lauk með sigri Bjarnarins  sem gerði 4 mörk gegn 2 mörkum SR-inga.

Bjarnarmenn höfðu ávallt frumkvæðið í leiknum þó svo að SR-ingar hafi aldrei hleypt þeim langt framúr. Á 5. mínútu skoraði Einar Sveinn Guðnason mark fyrir gestina eftir stoðsendingu frá Ólafi Hrafni Birnsyni. Eftir það sóttu liðin nokkuð jafnt en mörkin urðu ekki fleiri í lotunni þrátt fyrir nokkuð af hættilegum tækifærum.

SR-ingar svöruðu hinsvegar fyrir sig í byrjun annarrar lotu. Eftir fallegt samspil þar sem þeir voru einum fleiri (power play) skoraði Steinar Páll Veigarsson gott mark. Bjarnamenn voru þó vinnusamari það sem eftir lifði lotunnar og uppskáru tvö mörk. Birgir Hansen gerði fyrra markið en í seinna skiptið var Einar Sveinn aftur að verki eftir að hafa stolið pekkinum af varnarmanni SR-inga. Staðan því 1 – 3 og útlit fyrir spennandi síðustu lotu.

Í byrjun hennar  hleyptu SR-ingar spennu í leikinn með því að skora snemma í lotunni. Þar var að verki Svavar Rúnarsson með góðu skoti. Bjarnarmenn hinsvegar voru fljótir að svara fyrir sig og Gunnar Guðmundsson þeirra innsiglaði sigur þeirra og lokastaðan því 2 – 4 einsog áður sagði.
Leikurinn var ágæt skemmtun og nokkuð um mjög hættuleg tækifæri sem annaðhvort markmennirnir sáu við eða leikmenn hittu ekki á rammann.


Mörk/stoðsendingar SR:
 
Steinar Páll Veigarsson 1/0
Svavar Rúnarsson 1/0
Daniel Kolar 0/1
Arnþór Bjarnason 0/1

 
Refsimínútur SR: 24 mín.
 
Mörk/stoðsendingar Björninn:
 
Einar Sveinn Guðnason 2/0
Birgir Hansen 1/0
Gunnar Guðmundsson 1/0

Refsimínútur Björninn: 8 mín.

Myndina tók Ómar Þór Edvardsson

HH