Í Skautahöllinni í Laugardal í kvöld tók SR á móti Bjarnarmönnum. Þetta var viðureign liðanna í annarri umferð íslandsmótsins. Þessi lið eru efst á íslandsmótinu og fyrirfram var búist við jafnri og spennandi viðureign. Bjarnarliðið mætti illa stemmt til leiks og sá í raun aldrei til lands í þessari viðureign. Ekki er hægt að hrósa SR fyrir neina yfirburða spilamennsku heldur hitt að Bjarnarliðið spilaði undir getu, ljóst er að það getur miklu mun meira. Þar á bæ var leikur liðsins óagaður og liðið var að fá á sig allt of margar aula brottvísanir fyrir augljós brot um allan völl. SRingar gengu á lagið og skoruðu 6 power play mörk gegn oft á tíðum færri Bjarnarmönnum sem iðulega vermdu refsibekkinn verðskuldað.
Ljóst er þó að sókn SRinga er þung því að í þeim 5 leikjum sem að liðið hefur leikið á íslandsmótinu hingað til hefur félagið náð að skjóta 302 sinnum á mark andstæðinganna. En það er rétt tæplega helmingi oftar en næsta lið sem er Björninn með 164 skot á mark. Rétt er að benda á að aðeins eru talin þau skot sem annars hefðu orðið mörk ef markmaðurinn hefði ekki varið. Allt sem að fer rétt framhjá, í stöng eða þverslá er ekki talið með.
Sem fyrr varði markvörður Bjarnarins Alexi Ala-Lathi mjög vel en maður leiksins að þessu sinni var Zednek Prohazka leikmaður SR sem var allt í öllu hjá þeim og skoraði 1 mark og lagði upp 5 önnur með stoðsendingum sínum.
Leikurinn í Tölum:Mörk / stoðsendingar SR: #14 Stefán Hrafnsson 3/0, #8 Steinn Rúnarsson 2/0, #25 Zednik Prohazka 1/5, #22 Andrew Luhovy 1/2, #15 Mirek Krivanek 1/1, #21 Þorsteinn Björnsson 1/1, #4 Helgi Páll Þórisson 1/0, #11 Sindri Már Björnsson 1/0, #10 Gauti Þormóðsson 0/1, #17 Guðmundur Ragnar Björgvinsson 0/1.
Mörk / stoðsendingar Bjarnarins: #68 Brynjar Freyr Þórðarson 1/1, #29 Kolbeinn Sveinbjarnarson 1/0, #24 Sergei Zak 1/0.
Refsingar SR: 5 x 2 mínútur eða samtals 10 mínútur.
Refsingar Bjarnarins: 12 x 2 mínútur eða samtals 24 mínútur.
SR: 72 skot á mark sem gáfu / 11 mörk, skotnýting 15,27%
Björninn: 27 skot á mark sem gáfu / 3 mörk, skotnýting 11,11%
Dómari leiksins var Mike Kobezda.
Stiga hæstu menn eftir þennan leik eru:
Nafn |
Félag |
Stig |
Mörk |
Stoð |
Zednik Prohazka |
SR |
22 |
1 |
21 |
Kolbeinn Sveinbjarnarson |
Björninn |
15 |
10 |
5 |
Mirek Krivanek |
SR |
13 |
9 |
6 |
Stefán Hrafnsson |
SR |
12 |
11 |
1 |
Brynjar Freyr Þórðarsson |
SR |
12 |
8 |
4 |
Sergei Zak |
Björninn |
8 |
5 |
3 |
Þorsteinn Björnsson |
SR |
8 |
4 |
4 |
|
|
|
|
|