Slappskot

Undirbúningsvertíðin hjá hokkímönnum er að hefjast í þessa dagana og spennandi keppnistímabíl framundan. Ísinn er kominn á einhverjar skautahallir og menn farnir að undirbúa sig fyrir tímabilið. Fyrstir til að ríða á vaðið voru þeir félagar í Slappskot en þessa dagana standa yfir miklar æfingar í Egilshöll á þeirra vegum. Þegar undirritaður kíkti á staðinn í morgun stóð yfir æfing undir öruggri yfirstjórn John Johnston en hann má sjá á myndinni messa yfir drengjunum á stuttum töflufundi. Æft er lungann úr deginum bæði á ís en einnig utan hans ásamt því að fyrirlestrar eru haldnir. Fljótlega hefjast svo skautaskólar á vegum allra félaganna en við komum nánar að því síðar.

HH