05.04.2005
Íslenska karlalandsliðið var rétt í þessu að vinna glæsilegan baráttusigur gegn N-Kóreu með þremur mörkum gegn tveimur. Líkt og í síðasta leik fór liðið ekki nógu vel af stað og komust Kóreumenn í 2 - 0 áður en okkar menn rönkuðu við sér. Staðan eftir 1. lotu var 2 - 1 en Ísland vann 2. og 3. lotu 1 - 0 og 1 - 0, lokastaðan 3 - 2.
Mörkin skoruðu Úlfar Andrésson 1 og Daniel Eriksson 2. Fleiri upplýsingar verða settar á vefinn þegar þær berast. ÁFRAM ÍSLAND!!!