Shantz-Smiley ráðinn þjálfari kvennalandsliðs

Sarah Shantz-Smiley hefur verið ráðin landsliðsþjálfari kvennaliðsins fyrir komandi heimsmeistaramót, sem fram fer í Rúmeníu í lok mars 2007.  Sarah er frá Kanada og starfar nú sem sem þjálfari hjá Skautafélagi Akureyrar, sem aðalþjálfari kvennaliðs og aðstoðaþjálfari karlaliðsins, auk þess sem hún sér er um af-ísæfingar hjá öllum flokkum.
Sarah er 24 ára gömul og kemur frá Toronto og hefur háskólapróf í Hreyfingafræði “Human Kinetics” frá Windsor háskóla í Ontario.   Hún hefur reynslu af þjálfun yngri flokka og af-ísæfingum eldri leikmanna auk þess sem hún hefur spilað hokkí frá ungaaldri.  Hún spilaði síðast í NWHL deildinni í Kanada á síðasta tímabili og hefur víðtæka reynslu af íþróttinni.
Henni bíður nú hið vandasama verkefni að velja sama 20 bestu leikmenn landsins og taka þátt í 4. deild Heimsmeistarakeppni Alþjóða íshokkísambandsins þar sem liði mun etja kappi við Nýja-Sjáland, Rúmeníu, Eistland, Króatíu og Tyrkland.
Allar nánari upplýsingar um liðið má finna hér til hliðar undir link merktum kvennalandslið.