14.10.2009
Í gærkvöldi fór fram á Akureyri leikur í kvennaflokki en þar mættust eldra og yngra lið SA og lyktaði leiknum með sigri eldra liðsins sem gerði 5 mörk gegn 2 mörkum yngra liðsins.
Kvennaleikur þessi mun að öllum líkindum fá pláss í bókinni um íshokkí á Íslandi sem gefin verður út síðar á þessari öld. Leikurinn er nefnilega merkilegur fyrir það að þar áttust við eldra og yngra lið sama félags á íslandsmóti. Hér er því í gangi mjög spennandi tilraun um hvernig íshokkí getur í framtíðinni bætt við sig liðum og að smátt og smátt aukist breiddin í íþróttinni. Þessi tilraun mun einnig gefa stjórn ÍHÍ möguleika á að skoða hvort einhverju þarf að breyta og bæta í regluverkinu svo að keppnin virki sem best.
En að leiknum sjálfum sem einsog áður sagði endaði með sigri SA eldri sem gerði 5 mörk gegn 2 mörkum þeirra yngri. Heimildarmaður okkar fyrir norðan sagði að komið hefði sér á óvart hversu góður leikurinn hefði verið. Að sjálfsögðu ætti eftir að slípa yngra liðið til en nokkuð jafnræði hafi verið með liðunum. Þegar leið á leikinn færðust yngri stelpurnar alla í aukana um leið og sjálfstraustið jókst. Lotur fóru 2 - 0, 2 - 0 og 1 - 2.
Mörk/stoðsendingar SA eldri:
Sara Smiley 3/0
Vigdís Aradóttir 2/0
Anna Sonja Ágústsdóttir 0/2
Hrund Thorlacius 0/1
Refsimínútur: 2 mín.
Mörk/stoðsendingar SA yngri:
Þorbjörg Eva Geirsdóttir 1/0
Guðrún María Viðarsdóttir 1/0
Kristín Björg Jónsdóttir 0/1
Refsimínútur: 2 mín.
Því miður eigum við ekki mynd frá leiknum í gærkvöld en setjum þess í stað mynd frá öðrum sigri í íslensku kvennahokkí.
HH