20.07.2005
Þær fréttir berast nú frá New York að NHL (National Hockey League) og leikmenn NHL (The National Hockey League Players' Association) hafi náð samningum í aðalatriðum, en á stjórn NHL eftir að fara yfir málið og gefa samþykki sitt en verulegar líkur eru taldar á því að það gangi eftir. Þetta þýðir að verkbann eigenda NHL (owners' lockout) sem að hófst 15. september 2004 hefur verið afturkallað með fyrirvara um samþykki stjórnar NHL, því er lokið 301 dags verkbanni sem án efa hefur skaðað íþróttina verulega sérstaklega í Norður Ameríku.
Samkomulagið er trúnaðarmál a.m.k. þar til að samþykktarferlinu er lokið. Aðilar hafa einnig samþykkt að tjá sig ekki frekar um þetta mál fyrr en síðar í þessari viku þegar kynna á áætlanir fyrir komandi tímabil.