20.11.2010
Í gærkvöldi fór fram einn leikur í Íslandsmóti karla þegar SA-Víkingar tóku á móti SR fyrir norðan. Leikurinn var fjörugur og spennandi og úrslitin réðust ekki fyrr enn í framlengingu. Loturnar fóru 1 – 0, 1 – 3 og 1 – 0, og svo skoruði Víkingar gullmark þegar aðeins 31 sekúnda var liðin af framlengingunni.
Liðin mætast svo aftur í kvöld kl. 19:30.
Mörk og stoðsendingar:
SA Víkingar: Jón Benedikt Gíslason 1/2, Jóhann Már Leifsson 1/1, Sigurður Sveinn Sigurðsson 1/0, Hilmar Leifsson 1/0, Björn Már Jakobsson 0/1, Rúnar Freyr Rúnarsson 0/1, Einar Valentine 0/1.
SR: Pétur Maack 1/1, Tino Koivumaki 1/0, Tómas Tjörvi Ómarsson 1/0, Gauti Þormóðsson 0/1, Arnþór Bjarnason 0/1, Ragnar Kristjánsson 0/1.
Á meðfylgjandi mynd má sjá þá Arnþór Bjarnason og Andra Mikaelsson í miklum fangbrögðum í leiknum í gær. Myndina tók Sigurgeir Haraldsson