SA - SR; 4 - 2

Einn leikur fór fram um helgina í meistaraflokki þegar Skautafélag Akureyrar tók á móti Skautafélagi Reykjavíkur í gærkvöldið á Akureyri.  Leikurinn var gríðarlega spennandi frá upphafi til enda en lauk með sigri heimamanna 4 - 2.  Loturnar fóru 0 - 1, 0 - 0 og 1 - 4.  SA átti 38 skot á mark á móti 28 frá SR.
 
Með þessum sigri norðanmanna er komin upp sú staða að allir hafa unnið alla sem af er tímabili og er það ánægjuleg þróun.  Það er ekki algengt að deildin sé svo jöfn að öll lið hafi möguleika á sigri í öllum viðureignum og vonandi er þetta vísir á það sem koma skal.  Fátt er betra fyrir íþróttina en jöfn og spennandi deild alveg til enda.
 
Mörk og stoðsendingar:

SA:  Jón Gíslason 1/1, Björn Már Jakobsson 1/0, Sigurður Sigurðsson 1/0, Tomas Fiala 1/0, Elvar Jónsteinsson 0/1, Elmar Magnússon 0/1
SR:  Daniel Kolar 1/0, Steinar Páll Veigarsson 1/0, Petr Krivanek 0/1, Þorsteinn Björnsson 0/1
 
Brottvísanir
SA:  20 mín
SR:  18 mín