29.09.2007
Þá er 1. lotu lokið í leik SA og SR í meistaraflokki. Staðan er 2 - 1 fyrir heimamenn. Einar Valentine og Andri Mikaelsson skoruðu fyrir SA en Daniel Kolar minkaði muninn fyrir SR rétt fyrir lok lotunnar eftir að hafa farið einn yfir allan völlinn. Þá er 2. lotu lokið og staðan hefur breyst SR í vil sem hafa yfir 3 - 2. SR var sterkari aðilinn í þessari lotu og SA má þakka stórleik Ómars Skúlasonar í markinu að þeir eru ennþá inni í leiknum. SR komst m.a. tvisvar sinnum einir á móti markmanni á síðustu mínútu lotunnar, en Ómar varði vel í bæði skiptin. Þá er leik lokið með sigri SR, 4 - 3. SR-ingar fóru með völdin framanaf lotunni en SA sótti í sig veðrið á endasprettinum. Staðan var 4 - 2 þegar ein mínúta var eftir og þá fékk SA power play. Þjálfararnir tóku leikhlé og tóku markmanninn úr markinu og fjölguðu sóknarmönnum. Það skilaði marki þegar um 30 sek. voru eftir. Hart var barist síðustu sekúndurnar en ekki urðu mörkin fleiri. Lokastaðan 4 - 3 SR í vil.
Mörk og Stoðsendingar
SA: Einar Valentine 1/0, Andri Mikaelsson 1/0, Steinar Grettisson 1/0, Jón Gíslason 0/1, Tomas Fiala 0/1,
SR: Daniel Kolar 1/0, Ragnar Kristjánsson 1/0, Gauti Þormóðsson 1/0, Egill Þormóðsson 0/1, Birgir Örn Sveinsson 0/1, Steinar Veigarsson 0/1
Brottvísanir:
SA: 66 mín (þar af 2x10 og 1x20)
SR: 24 (þar af 1x10)