22.09.2007
Nú rétt í þessu var leik SA og Bjarnarins að ljúka á Akureyri með sigri SA 10 - 2. Þetta var fyrsti leikur liðanna í vetur og var hann mjög skemmtilegur þó ekki hafi hann verið spennandi. Bæði lið sýndu góða spretti en sjá mátti á Bjarnarliðinu að nokkra öfluga leikmenn vantaði frá síðustu leiktíð, á meðan SA heldur að mestu sama hóp.
Bæði lið tefldu fram nýliðum í bland við reyndari leikmenn og t.a.m. er myndin sem fylgir þessum skrifum af markmanni Bjarnarins sem stóð sig virkilega vel í þessum meistaraflokksleik þrátt fyrir að vera aðeins 13 ára, og varði oft á tíðum meistaralega.
Loturnar fóru 4 - 1, 2 - 0 og 4 - 1.
Mörk SA skoruðu Birna Baldursdóttir 2, Sólveg Smáradóttir 2 og þær Guðrún Blöndal, Jónína Guðbjartsdóttir, Rósa Guðjónsdóttir, Vigdís Aradóttir, Hrund Thorlacius og Sigrún Sigmundsdóttir eitt mark hver.
Mörk Bjarnarsins skoruðu Ingibjörg Hjartardóttir og Sigrún Agatha Árnadóttir.