Stjórn ÍHÍ samþykkti á fundi í gær breytingu á reglugerð nr. 14 en reglugerðin fjallar um Íslandsmótið í íshokkí. Breytingunni er ætlað að örva áhuga manna á að stofna fleiri en eitt lið, í meistaraflokki karla eða kvenna, ef möguleiki er á. Reglugerðina má
finna hér og þær greinar sem eru með rauðu letri eru þær sem breyttust. Einnig er þetta í fyrsta skipti sem skrifaðar eru skýringar í reglugerð hjá ÍHÍ. Skýringum þessum er ætlað að tryggja að sú hugsun sem liggur að baki hverju sinni nái fram að ganga.
Fleiri reglugerðabreytingar voru gerðar og munu þær birtast hér á síðunni hjá okkur fljótlega eftir helgi.
Myndin er tekin á HM karlaliða í Novi Sad.
HH