27.01.2007
Íshokkísambönd allra norðurlandanna hafa verið að funda í Reykjavík þessa helgi. Þetta er þriðji norðurlandafundurinn sem haldin er á síðustu 3 árum og er þetta okkur íslendingum mikill heiður að fá þessa gesti til okkar. Mikil ánægja með það samstarf sem er að myndast á milli norðurlandanna bæði með tilliti til þróunnar og líka á alþjóðavísu. Formenn allra norðurlandanna eru hér ásamt stjórnarmönnuum og fulltrúum Elite deildanna. Í kvöld er þessum aðilum boðið til kvöldverðar en líklegt er að þeir líti örstutt við í Laugardalnum þar sem að eigast við SR og SA í meistaraflokki og hefst leikurinn kl 20:00