Niðurstaða í dómsmáli, Narfi Sýknaður

Dómstóll ÍSÍ hefur komið saman og tekið fyrir kæru Skautafélagsins Björnsins kt. 540291-1289 gegn Íshokkídeild Ungmennafélagsins Narfa kt. 571293-2269.
Málinu var úthlutað dómara í dómstól ÍSÍ þann 16. desember sl. Dómkröfur kæranda voru að hið kærða félag, Íshokkídeild Ungmennafélagsins Narfa, yrði dæmt frá keppni í Íslandsmóti karla í íshokkí keppnistímabilið 2004-2005 og á móti krafðist kærði sýknu af kröfum kæranda.
Dómsorð sem hér segir: Íshokkídeild Ungmennafélagsins Narfa er sýkn að öllum kröfum Skautafélagsins Bjarnarins.
Hér má skoða dóminn í heild sinni, einnig er hægt að nálgast hann á heimasíðu ÍSÍ " www.isisport.is "