22.04.2009
Á morgun, Sumardaginn fyrsta, hefst í Skautahöllinni á Akureyri mót sem nefnt hefur verið Northern Iceland Adventure Cup. Í mótinu taka þátt þrjú kvennalið, þ.e. landslið Íslands, Hvidovre Wolves frá Danmörku og Malmö Redhawks frá Svíþjóð. Undirbúningur mótsins hefur verið í höndum kvennanefndar ÍHÍ en þó aðallega mótanefndar sem skipuð er þeim Guðrúnu Blöndal, Maríu Stefánsdóttir, Jónínu Guðbjartsdóttir, Margréti Ólafsdóttir og Söru Smiley. Íslandsbanki, Vetrarmiðstöð Íslands og ÍHÍ hafa styrkt mótið með fjárframlögum en einnig hafa aðstandendur mótsins verið duglegir að finna leiðir til að koma mótinu á koppinn. Mótið er kærkomið tækifæri fyrir íslenska landsliðið til að spila en eins og flestir vita var 3ja deild HM felld niður á þessu ári hjá Alþjóða íshokkísambandinu. Vonast er til að framhald verði á þessu mótahaldi á næsta ári.
Dagskrá mótsins er með eftirfarandi hætti:
Fimmtudaginn 23. apríl.
Ísland - Hvidovre Wolves kl. 10.30
Ísland - Malmö Redhawks kl. 20:00
Föstudaginn 24 apríl.
Malmö Redhawks - Hvidovre Wolves kl. 10.30
Ísland - Hvidovre Wolves kl. 18:00
Laugardaginn 25. apríl.
Ísland – Malmö Redhawks kl. 11:40
Malmö Redhawks - Hvidovre Wolves kl. 20:25
HH