08.12.2005
Um helgina fer fram á Akureyri minningarmót um Magnús Einar Finnsson, formann Skautafélags Akureyrar og stjórnarmann í Íshokkísambandinu, sem lést fyrr á þessu ári. Þátttakendur á mótinu eru “oldboys” lið SA, SR og Bjarnarins. Leikið verður bæði á föstudaginn og laugadaginn og markmiðið er að hafa gleðina í fyrirrúmi og eiga skemmtilega helgi. Aðalleikur helgarinnar verður svo þegar þegar úrsvalslið oldboys sem skipað er leikmönnum 40 ára og eldri mætir kvennaliði SA
Liðin eru flest skipuð leikmönnum á allra besta aldri auk þess sem yngri leikmenn eru í liðunum að því gefnu að þeir hafi ekki tekið þátt í keppni á Íslandsmóti á þessu tímabili. Þessi hópur fer sífellt stækkandi innan félaganna þriggja og er það ánægjuleg viðbót við flóruna. Stefnt er að því að gera þetta mót að árlegum viðburði líkt og tekist hefur með Sveinsbikarinn sem er í minningu Sveins Bakara Kristdórssonar.