10.02.2010
Borið hefur á því í vetur að markmenn sem notast við sérstakar markmannsgrímur séu með óspenntar hálsólar. Ekki eru allar grímur útbúnar með slíkri hálsól en ef slík ól er fyrir hendi skal hún vera spennt undir höku á meðan leikur er í gangi, verði markmaður uppvís af því að spila með óspennta hálsól skal honum gefin ein aðvörun og ef hann tekur í annað sinn þátt í leiknum án þess að vera með ólina spennta skal honum gefinn 2 mín dómur fyrir ólöglegan útbúnað.
Ólafur Osvaldsson og Jón Heiðar Rúnarsson