Lið Rússlands

Almennt:

Eitt sigurstranglegasta liðið á Ólympíuleikunum er án efa rússneska liðið með stórstjörnur líkt og Ovechkin, Malkin, Datsyuk, Semin, Kovalchuk, Gonchar og marga fleiri innanborðs.  Vörnin er þó talin þeirra helsti akkelisarhæll en þó minna sé um stórstjörnur í vörninni þá eru þar engir aukvisar á ferðinni.


Rússarnir eru í efsta sæti heimslistans en liðið hefur spilað undir merkjum Rússlands síðan 1993 eftir að Sovétríkin sálugu liðuðust í sundur.
Síðan 1993 hafa Rússar náð eftirfarandi árangri á Ólympíuleikum:
 
1994 – 4. sæti
1998 – 2. sæti
2002 – 3. sæti
2004  - 4. sæti

Liðslisti rússneska liðsins:


Markmenn
 
 
 
 
 
Ilya Bryzgalov
 
22.06.1980
 
Phoenix Coyotes, NHL
Evgeni Nabokov
 
25.07.1975
 
San Jose Sharks, NHL
Semyon Varlamov
 
27.04.1988
 
Washington Capitals, NHL
 
 
 
 
 
Varnarmenn
 
 
 
 
Sergei Gonchar
 
13.04.1974
 
Pittsburgh Penguins, NHL
Denis Grebeshkov
 
11.10.1983
 
Edmonton Oilers, NHL
Dmitri Kalinin
 
22.07.1980
 
Salavat Yulayev Ufa
Konstantin Korneyev
 
05.06.1984
 
CSKA Moscow
Andrei Markov
 
20.12.1978
 
Montreal Canadiens, NHL
Ilya Nikulin
 
12.03.1982
 
Ak Bars Kazan
Fedor Tyutin
 
19.07.1983
 
Columbus Blue Jackets, NHL
Anton Volchenkov
 
25.02.1982
 
Ottawa Senators, NHL
 
 
 
 
 
Sóknarmenn
 
 
 
 
Maxim Afinogenov
 
04.09.1979
 
Atlanta Thrashers, NHL
Pavel Datsyuk
 
20.07.1978
 
Detroit Red Wings, NHL
Sergei Fedorov
 
13.12.1969
 
Metallurg Magnitogorsk
Ilya Kovalchuk
 
15.04.1983
 
Atlanta Thrashers, NHL
Viktor Kozlov
 
14.02.1975
 
Salavat Yulayev Ufa
Evgeni Malkin
 
31.07.1986
 
Pittsburgh Penguins, NHL
Alexei Morozov
 
16.02.1977
 
Ak Bars Kazan
Alexander Ovechkin
 
17.09.1985
 
Washington Capitals, NHL
Alexander Radulov
 
05.07.1986
 
Salavat Yulayev Ufa
Alexander Semin
 
03.03.1984
 
Washington Capitals, NHL
Danis Zaripov
 
26.03.1981
 
Ak Bars Kazan
Sergei Zinoviev
 
04.03.1980
 
Salavat Yulayev Ufa
 
 
 
 
 


Síðustu tvö ár hefur rússneska liðið hampað heimsmeistaratitlinum því liðið hefur nú á að skipa nýjum leikmönnum, ungum stjörnum sem sett hafa mark sitt á NHL á síðustu misserum.  Þeir hafa þó einnig á að skipa reyndari leikmönnum en t.a.m. eru þetta fjórðu leikarnir hjá þeirra helsta varnarmanni, Serei Gonchar, en sex leikmenn eru nú að taka þátt í sínum þriðju Ólympíuleikum en það eru þeir Bryzgalov, Markov, Afinogenov,
Datsyuk, Fedorov og Kovalchuk.   Af núverandi leikmönnum voru níu þeirra í
heimsmeistararaliðunum árin 2008 og 2009, þannig að það er óhætt að segja að liðið sé nokkuð þétt.
 
Leikmenn liðsins koma flestir frá NHL eða 14 talsins, en 9 leikmenn koma frá efstu deildinni í Rússlandi, KHL, af þeim 9 leikmönnum hafa 6 þeirra spilað í NHL. Þjálfarar liðsins koma úr KHL deildinni, koma báðið frá Salavat Yulayev ufa, hvaðan sem fjórir leikmenn liðsins koma einig.
Rússar eru nú efstir í sínum riðli eftir þrjá leiki.
 
Í fyrsta leik mótsins tóku þeir nágranna sína í Lettlandi í bakaríið með 8 – 2 sigri, töpuðu því næst óvænt fyrir Slóvakíu en unnu svo erkiféndur sína til margra ára, Tékka, með 4 mörkum gegn 2.

SSS