Leikur kvöldsins

Leikur kvöldsins er leikur Bjarnarins og Skautafélags Reykjavíkur í meistaraflokki karla. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og fer að sjálfsögðu fram í Egilshöll.

Í síðasta leik liðanna komu Bjarnarmenn í heimsókn og unnu sinn fyrsta sigur á þessu tímabili þegar þeir lögðu SR-inga með 4 mörkum gegn 2. Jafn mikinn áhuga og Bjarnarmenn hafa áhuga á að endurtaka leikinn þá gefur augaleið að SR-ingar hafa engann áhuga á því.

horft á tölfræðina sem við vorum að birta þarf hvorki vísindamann né mjög kláran þjálfara til að sjá hvar styrkur SR-inganna liggur. Liðið á fjóra af fimm stigahæstu mönnum einsog staðan er í dag auk þess sem þrír markahæðstu menn tímabilsins koma allir úr SR.

Það verður því spennandi að sjá hvort Bjarnarmönnum tekst að halda aftur af SR-sókninni eða hvort hún heldur áfram að blómstra einsog hún hefur gert í byrjun tímabilsins.

Reynt verður að hafa netlýsingu af leiknum en netmál í Egilshöll hafa verið okkur erfið undanfarnar vikur.

Myndina tók Ómar Þór Edvardsson

HH