Síðustu daga og vikur hafa liðin verið að fá nýja leikmenn og styrkja sig fyrir komandi tímabil. Cristopher McDougall kemur frá Kanada og verður í markinu hjá Esju. Jan Kolibár og Herman Oldrich koma frá Tékklandi og leika með SR. Jussi Sipponen er landsmönnum löngu kunnur og félagi hans Jussi Kaleno Suvanto koma frá Finnlandi og leika með SA. Snorri Sigurbjörnsson er kominn heim frá Póllandi og Noregi og mun leika með Esju á þessu tímabili. Þessir leikmenn eru komnir með leikheimild.
Beðið er eftir samþykki fyrir Joshua Popsie frá USA, hann hefur í hyggju að leika með SR. Travis Fulton kemur frá Kanada og ætlar sér stóra hluti hjá Esju, og svo er það Alexander Medvedev frá Rússlandi, hann verður með Birninum.
Nokkrir íslenskir leikmenn hafa færst á milli liða. Steindór Ingason fór frá Birninum yfir til Esju. Brynjar Bergmann og Hjalti Jóhannsson, frá Esju yfir í Björninn. Vigdís Hrannarsdóttir, Harpa María Benediktsdóttir og Ingþór Árnason fóru frá SA yfir í Björninn. Guðrún Sigurðardóttir fóru frá SR yfir í Björninn og svo að lokum fór Jón Andri Óskarsson frá SR yfir í Esju.
Áfram íshokkí.