25.02.2007
Um helgina voru tveir leikir í 2. flokki. Í bæði skiptin voru það lið SR og SA sem áttust við.
Laugardagsleikurinn endaði með sigri SR-inga en þeir unnu leikinn með 4 mörkum gegn 3 mörkum norðanmanna. Leikurinn var ágætlega skemmtilegur á að horfa og sérstaklega færðist fjör í leikinn þegar norðanmann skoruðu þriðja markið sitt og reyndu hvað þeir gátu til að jafna leikinn.
SR mörk/stoðsendingar:
Þorsteinn Björnsson 1/1
Pétur Maack 1/0
Andri Þór Guðlaugssin 1/0
Úlfar Jón Andrésson 1/0
Steinar Páll Veigarsson 0/1
Brottrekstrar SR: 22 mín. Fjöldi 6
SA mörk/stoðsendingar:
Birkir Árnason 1/0
Jón Heiðar Sigmundsson 1/0
Orri Blöndal 1/0
Einar Guðni Valentine 0/1
Brottrekstrar SA: 36 mín. Fjöldi 8
Seinni leikurinn sem fór fram á sunnudagsmorgninum endaði hinsvegar með sigri SA-manna sem skoruðu 4 mörk gegn 2 mörkum heimamanna. Sigurinn var nokkuð öruggur og vonandi að þeir leikmenn sem léku um helgina, og eru á leið til Kína um næstu helgi, nái einnig að sýna góða takta þar.
Mörk/stoðsendingar SR:
Egill Þormóðsson 1/1
Ragnar Kristjánsson 1/0
Brottrekstrar SR: 10 mín. Fjöldi 5
SA mörk/stoðsendingar:
Einar Guðni Valentine 2/1
Sigurður Árnason 1/0
Birkir Árnason 1/0
Steinar Grettisson 0/2
Sigmundur Sveinsson 0/1
Brottrekstrar SA: 8 mín. Fjöldi 4
HH