24.03.2007
Í morgun hélt kvennalandsliðið af stað til Miercurea Ciuc í Rúmeníu til keppni í 4. deild Heimsmeistaramótsins í íshokkí. LIðið mun alls spila fimm leiki og mótherjarnir verða Nýja Sjáland, Rúmenía, Króatía, Tyrkland og Eistland. Fyrsti leikur liðsins verður opnunarleikur mótsins á mánudaginn 26. mars gegn Nýja Sjálandi.
Liðið hefur einu sinni áður tekið þátt í heimsmeistararmóti og þá í Nýja Sjálandi fyrir tveimur árum síðan. Ekki er mikið vitað um andstæðinga okkar í þessu móti en Ísland hefur spilað við Ný Sjálendinga og Rúmena áður og voru það nokkuð jafnar viðureignir. Hin liðin eru óskrifað blað og því ríkir mikil spenna fyrir komandi átökum. Leikmenn íslenska liðsins eru;
Anna Sonja Ágústsdóttir
Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir
Guðrún Kristín Blöndal
Jóhanna Sigurbjörg Ólafsdóttir
Sigrún Sigmundsdóttir
Jónína Margrét Guðbjartsdóttir
Vigdís Aradóttir
Sólveig Smáradóttir
Maria Fernanda Reyes
Hanna Rut Heimisdottir
Bergþora Jonsdottir
Flosrún Vaka Jóhannesdóttir
Karítas Sif Halldórsdóttir
Hranfnhildur Ýr Ólafsdottir
Ingibjörg Guðríður Hjartardottir
Rósa Guðjónsdóttir
Sigríður Finnbogadottir
Hrund E. Thorlacius
Patricia Ryan
Lilja Sigfúsdóttir
Áfram Ísland!