Keppnishöll á HM

Upplýsingar um heimsmeistaramótið sem íslenska karlalandsliðið tekur þátt í eru smátt og smátt að koma í ljós. Höllin sem spilað er í heitir AS Rocca Al Mare Suurhall  og er í Tallin í Eistlandi. Á myndinni hér að ofan má sjá aðalsalinn í höllinni en þetta er svokallað fjölnotahús. Höllinn tekur um sjö þúsund manns í sæti og er öll hin glæsilegasta enda notuð fyrir hina ýmsu viðburði. Þess má geta að evrópumeistaramótið í listhlaupi verður haldið þar í janúar á næsta ári.

Um næstu helgi verða haldnar fyrstu æfingabúðirnar fyrir landsliðið en þær fara fram á sunnudagsmorgninum í Laugardalnum. Ýmis annar undirbúningur er í gangi varðandi landsliðið svosem æfingaleikir og hvernig ferðalaginu verður háttað. Liðsmenn heyra eitthvað af þessum hugmyndum á fundi sem verður haldinn á milli æfinga.

HH