20.02.2006
Lið Kanada lagði Svía í leiknum um ólympíugullið fyrr í dag. Kanadísku stelpurnar báru höfuð og herðar yfir andstæðinga sína á leikunum og unnu góðan sigur í úrslitaviðureigninni 4-1. Svíar geta þó borið höfuðið hátt því frammistaða þeirra á leikunum kom mjög á óvart en þær komust m.a. í úrslitaleikinn með ævintrýralegum sigri á Bandaríkjunum í vítakeppni. Aðstoðarþjálfari sænska liðsins er enginn annar en Peter Bolin sem er okkur Íslendingum að góðu kunnur, en hann þjálfaði Skautafélag Reykjavíkur og landsliðið um tveggja ára skeið.
Bandarískur stúlkurnar tryggðu sér svo bronsverðlaunin með því að leggja Finna að velli með 4 mörkum gegn engu