Síðastliðna daga hef ég verið að fjalla hvað býður landsliða okkar á næsta ári. Byrjað var á
karlalandsliðinu og síðan
kvennalandsliðið. Fljótt á eftir fylgdu svo
U20 liðið og að endingu var það
U18 liðið sem fjallað var um.
En það er fleira sem hafa þarf í huga þegar kemur að heimsmeistarakeppnum og undanfarið hefur farið fram umræða á vegum Alþjóða Íshokkísambandsins (IIHF). Uppi hafa verið raddir innan IIHF um að fækka þeim liðum sem fá að taka þátt í HM. Sést hafa hugmyndir um að einungis 32 lið fengju að taka þátt í þeim deildum sem keppt er í. Þarna er IIHF aðallega að hugsa um að spara peninga en nokkur kostnaður fylgir því að sjálfsögðu að halda keppnirnar. Einnig hefur nokkur pressa verið á kvennahokkíið enda má segja að stjórn IIHF sé frekar karllæg. Ekki er ólíklegt að stefnan sé að breytast varðandi stelpurnar hjá IIHF en það ætti að koma í ljós fljótlega. Ákvarðanir varðandi heimsmeistarakeppnir eru teknar á aðalþingum IIHF sem haldin eru á fjögurra ára fresti, næsta þing verður haldið eftir rúmlega tvær vikur og miðað við þær tillögur sem lagðar hafa verið fram verður HM óbreytt áfram. Tekið er þó fram í þeim gögnum sem okkur hafa borist að umræða þurfi að fara fram um hvernig menn sjái þetta í framtíðinni. Því má segja að framtíð heimsmeistaramóta sem við höfum verið að taka þátt í sé nokkuð óljós þegar til lengri tíma er litið en segja má að þáttaka okkar í þessum keppnum sé mikil lyftistöng fyrir íþróttina hérna heima.
HH