Í grein hérna í gær hvatti ég foreldra og annað áhugafólk til að kíkja á síðasta leik í 4. flokk A sem fram fór í Egilshöllinni. Hvort það er hvatningu minni að þakka eður ei þá var mætingin góð og oft góð stemming á pöllunum. Þrátt fyrir að lítið væri um markaskorun þá vantaði ekki spennuna. Birninum nægði jafntefli til að hampa titlinum en SR-ingar urðu að hafa sigur og svo fór á endanum að SR-ingar náðu að setja mark þegar tæpar tvær mínútur lifðu leik. Þar var að verki Sindri Gíslason eftir stoðsendingu frá Jóni Rey Jóhannessyni. SR-ingar hampa því titlinum í 4. flokki þetta timabilið. Á myndinn sést Ólafur Sæmundsson varaformaður ÍHÍ og formaður mótanefndar afhenda SR-ingum sigurlaun sín.
Um daginn kláraðist einnig keppni í 3. flokki og þar fór Björninn með sigur af hólmi. Við fengum senda mynd frá honum Sigurbergi Kárasyni af liðinu þegar það tók við verðlaununum
og hana má finna hér.
Stöður í einstaka flokkum er að finna á forsíðu hja okkur og þegar flokkar hafa lokið keppni birtist orðið "Lokastaða" fyrir neðan.
HH