10.12.2007
Íslenska U20 ára landsliðið stendur nú í ströngu á HM í Ítalíu. Liðið var rétt í þessu að lúta í lægra haldi fyrir Belgíu með 5 mörkum gegn 1. Eina mark Íslands skoraði varnarmaðurinn Sigurður Árnason. Pétur Maack var svo í leikslok valinn besti leikmaður íslenska liðsins.
Hallmundur, framkvæmdastjóri ÍHÍ, er fararstjóri í þessari ferð og hann mun að öllum líkindum setja frekari upplýsingar um leikinn hér á síðuna síðar í dag.