Ísland - Írland í kvöld kl 20:00

Í kvöld kl. 20:00 mætir Ísland Írlandi í Heimsmeistarakeppninni í íshokkí.  Liðin hafa einu sinni mæst áður en það var einmitt hér á heimavelli fyrir tveimur árum og þá vann Ísland leikinn 7 - 1.  Fyrirfram var reiknað með því að Írarnir yrðu hættulegustu mótherjarnir en eftir útreið þeirra gegn Armeníu í gærkvöldi er mesti glansinn farinn af þeim. 
 
Írarnir eru þó með góða leikmenn í sínum röðum og því er full ástæða til að taka þá alvarlega.  Þeir eru líkamlega sterkir og láta finna vel fyrir sér og því má reikna með hörkuleik.  Það var ánægjulegt að sjá fjöldann í höllinni á opnunarleik mótsins gegn Lúxemburg og vonandi verður endurtekning á í kvöld því stuðningur við strákana okkar skiptir miklu máli - áfram Ísland!