Ísland byrjar með sigri á Mexíkó 3-2

Það var taugaveiklun og greinilegt æfingaleysi sem að einkenndu leik Íslenska landsliðsins í fyrsta leik þess hér í Suður Kóreu. Nokkur taugaveiklun var að meðal leikmanna og þeir gerðu sig seka um klaufaleg mistök eins og slæmar sendingar sem að hittu fyrir andstæðingana. Það var samt skammt liðið á leikinn þega Daði Örn Heimisson skoraði og tók með því mesta hrollinn úr samherjum sínum. Undir lok leikhlutans bætti síðan Patrick Eriksson við öðru marki og staðan var þægileg 2-0 þegar flautað var til leikhlés.

Nokkuð annar bragur var á leik liðsins í öðrum leikhluta og áttu leikmenn þar góða spretti og greinilegt var að liðsmenn voru að læra aðeins inn á hvorn annan. Enda hafði ekki gefist möguleiki á því að æfa saman liðið í heild fyrir keppnina. Aftur skoraði Patrick Eriksson glæsilegt mark og staðan eftir 3 leikhluta var 3-0.

Í þriðja leikhluta var liðið nokkuð kærulaust og ekki laust við að maður fengi á tilfinninguna að þeir héldu að þetta yrði fyrirhafnar lítill sigur. En Taco drengirnir voru sko ekkert á því að gefast upp og um leið og íslenska liðið gaf aðeins eftir komu þeir á fullri ferð, og svo þegar okkar menn ætluðu að reyna að endurheimta yfirráðin í leiknum, lentum við illa í refsingavandræðum. Allt gekk upp hjá Mexíkó og á aðeins örfáum míunútum í síðari hluta þriðja leikhluta, þegar við glímdum við refsingavandræði, skoruðu þeir tvö mörk. Segja má að stórleikur Bigga markmanns hafi haldið okkur inn í leiknum. Mexíkó tók markmann sinn útaf í hamaganginum til þess að reyna að jafna og við áttum tvö skot á tómt mark án þess að ná að skora. Leiknum lauk með sigri okkar 3-2 og þrjú mikilvæg stig komin í safnið.

Annars gekk allt vel,  engin er meiddur, nokkrir marblettir en heilt yfir allir í góðu formi.


Patrick Eriksson 2/1
Daði Örn Heimisson 1/0
Jónas Breki Magnússon 0/2
Birgi Hansen 0/1
Guðmundur Björgvinssn 0/1

Birgir Örn Sveinsson varin 42 skot af 44 sem hann fékk á sig.


Góðar kveðjur frá Seoul…..