Ísland – Belgía 3 – 10 (1-2)(1-3)(1-5)

Jæja þá er ljóst að við spilum með undir 20 ára liðið í þriðjudeild að ári. Belgaleikurinn sem var í raun okkar möguleiki tapaðist, bæði vegna þess að við vorum að spila illa (langt undir getu liðsins) og líka vegna þess að við lentum í refsingavandræðum í leiknum hjá nokkuð skrautlegum dómara leiksins.
Leikurinn var nokkuð harður, undir lok leiksins þegar níu sekúndur voru til leiksloka réðist einn belginn á markmann okkar algerlega án nokkurs tilefnis, okkar menn komu markmanni sínum til varnar og upphófust nokkur átök sem enduðu þannig að tveir íslendingar Daníel Eriksson og Brynjar Þórðarsson fengu MP sem þýðir leikbann í einn leik í næsta alþjóðamóti sem þeir taka þátt í. Tveir Belgar fengu samskonar dóm. Mál leikmannsins sem hóf átökin með því að ráðast á markmanninn okkar verður sent til aganefndar IIHF, leikmaðurinn getur búist við 2ja til 5 leikja alþjóðlegu banni.
Maður leiksins var Úlfar Andrésson