Ísland

Áfram skal haldið eftir sætan sigur á heimamönnum í gær. Átján mörk gegn einu var niðurstaðan og eins og kemur fram í pistli dagsins frá Birni dagbókarritara voru heimamenn niðurlútir að leik loknum. Þulurinn í útsendingunni sem horfa mátti á á netinu í gærkvöld var allavega orðinn nokkuð sleipur í að segja Thormodson að leik loknum. Reyndar fær hann lof fyrir hversu vel honum tókst upp með íslensku nöfnin. Fínn leikur hjá okkar mönnum en í dag er nýtt verkefni og það þarf að klára eins og hin verkefnin. Ísland leikur gegn Búlgaríu klukkan 13.30 að íslenskum tíma um sæti í úrslitum og eins og aðrir leikir er netlýsing á honum sem er á tenglinum til hægri á síðunni okkar. Við látum fylgja hér hvernig mörkin skiptust en þess má að lokum geta að Egill Þormóðsson var valinn leikmaður íslenska liðsins að leik loknum.

Mörk/stoðsendingar Íslands:

Egill Þormóðsson 7/1
Björn R Sigurðarson 4/0
Arnar B. Ingason 2/0
Gunnar D. Sigurðsson 1/3
Andri F. Sverrisson 1/2
Snorri Sigurbjörnsson 1/1
Ólafur H. Björnsson 1/0
Tómas Ómarsson 1/0
Hjalti Friðriksson 0/2
Róbert F. Pálsson 0/1
Jóhann Leifsson 0/1

Þess má að lokum geta að Sergei sendi okkur tvö mörk úr leik okkar manna og Búlgara. Gæðin eru ekki góð en við látum þau samt vaða. Markaskorar eru Egill Þormóðsson og Ólafur Hrafn Björnsson.

Myndina tók Björn Geir Leifsson

HH