Íshokkísamband Íslands (ÍHÍ) óskar eftir að ráða framkvæmdarstjóra.

Um er að ræða fjölbreytt starf sem felur í sér daglegan rekstur sambandsins og samskipti við aðildarfélög ÍHÍ auk ýmissa starfa í nefndum sambandsins.  Leitað er eftir drífandi og sjálfstæðum einstaklingi sem fer vel að vinna með öðrum og hefur brennandi áhuga á að starfa í íþróttahreyfingunni.  Um er að ræða hlutastarf á ársgrundvelli sem er krefjandi en býður jafnramt upp á sveigjanlegan vinnutíma.  

Helstu verkefni

Daglegur rekstur ÍHÍ

Bókhaldsvinna

Starfa með stjórn ÍHÍ

Starfa með nefndum ÍHÍ

Starfa með aðildarfélögum ÍHÍ

Samskipti við fjölmiðla  

Menntunnar- og hæfniskröfur

Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi

Hæfni í mannlegum samskiptum og samstarfi

Frumkvæði og skipulagshæfni

Reynsla af rekstri og stjórnun æskileg  

Umsækjendur eru beðnir um að skila umsóknum með tölvupósti til ritara stjórnar á netfangið siggi@kaupa.is fyrir 10. ágúst 2006.

Stjórn sambandsins áskilur sér rétt til þess að hafna öllum umsóknum.