iceTimes

Út er komin nýjasta útgáfan af iceTimes en það er fréttabréf Alþjóða íshokkísambandsins.
Að venju kennir margra grasa í bréfinu s.s. greinar um Victoria cup og svo er rætt við Denis Hainault en hann er yfir skipulagningunni á íshokkíkeppni Ólympíuleikanna.

Það sem stendur okkur íshokkífólki þó næst í bréfinu er grein sem fjallar um "Development Camp" í Vierumaki. Allt í allt fóru sex íslenskir hokkímenn í búðirnar en það voru þjálfararnir Birgir Örn Sveinsson, Gunnar Guðmundsson, Sarah Smiley og Richard Tahtinen. Einnig fóru leikmennirnir Steindór Ingason úr Birninum og Björn Róbert Sigurðarson úr SR/Malmö Redhawks.

En sjón er sögu ríkari og bréfið má nálgast hér en einnig er það geymt undir tenglinum "Fréttabréf IIHF".

HH