Hokkíhelgin

Frá leik SR og Jötna nýverið
Frá leik SR og Jötna nýverið

Einn leikur fer fram að þessu sinni um helgina á íslandsmótinu en þá mætast SR-Fálkar og Víkingar í meistaraflokki karla. Leikurinn fer fram í Laugardalnum og hefst klukkan 18.30

SR Fálkar töpuðu fyrsta leik sínum gegn Húnum með sex marka mun fyrr í vikunni en munu líklegast styrkja lið sitt gegn Víkingum í von um að geta náð stigi eða stigum út úr leiknum. Víkingar náðu stigi útúr fyrsta leik sínum á mótinu þegar liðið náði jafntefli gegn Birninum en Björninn hafði aukastigið hinsvegar með sér heim.  Hópurinn í Laugardalnum er töluvert stærri en hann var á síðasta tímabili en það sama verður ekki sagt um hópinn hjá norðanmönnum sem er óvenju lítill, allavega enn sem komið er. Fyrr í dag fengu Víkingar þó liðstyrk en þá fékk Michael Short leikmheimild með þeim. Andri Már Mikaelsson er enn staddur í Svíþjóð og ekki vitað hvar hann spilar í vetur. Sigurður Reynisson og Ingþór Árnason eru hinsvegar komnir til baka og Stefán Hrafnsson hyggur á keppni að nýju.

Mynd Hafsteinn Snær Þorsteinsson

HH