Hokkíhelgi

Þrátt fyrir að innan við vika sé til jóla eru hokkímenn ekki enn komnir í frí því öll helgin iðar af hokkílífi þó kanski ekki sé það með hefðbundnum hætti.

Fyrst má nefna að Bjarnarstelpur taka á morgun á móti SA-yngra liðinu í Egilshöll klukkan 18.00. Bjarnarstelpurnar hafa farið mikinn þar sem af er vetri og ekki tapað stigi ennþá og vilja sjálfsagt færa sjálfum sér sigur í jólagjöf. SA-yngri stelpurnar hafa verið að vaxa í allan vetur og því aldrei að vita hvað þær gera í leiknum á morgun.

Um helgina verða einnig æfingabúðir U20 liðsins en þetta eru síðustu æfingar liðsins sem heldur út til Tyrklands þann 3. janúar nk. Liðið æfir alla helgina undir stjórn Josh Gribben og fyrir áhugasama er þeim sjálfsagt velkomið að koma og horfa á.

HH