16.10.2009
Leikir hokkkíhelgarinnar að þessu sinni eru leikir Skautafélags Akureyrar og Skautafélags Reykjavíkur. Leikur liðanna hefst klukkan 17.30 og er að sjálfsögðu í skautahöllinni á Akureyri. Síðasti leikur liðanna, sem fram fór i Laugardal var hin ágætasta skemmtun en leiknum lauk með sigri SA-manna sem gerðu 4 mörk gegn 2 mörkum SR-inga. Lokamark SA-manna kom þremur mínútum fyrir leikslok þannig að um var að ræða spennandi og skemmtilegan leik. Hjá SR-ingum er ekki vitað um nein sérstök meiðsli eða veikindi en SA-menn mæta hinsvegar aðeins laskaðir til leiks. Josh Gribben þjálfari þeirra er staddur erlendis og verður því ekki með og einnig er Jón B. Gíslason enn meiddur.
Þess má til gamans geta að þjálfarar liðanna eru báðir fjarstaddir og því verður stjórnun þeirra á lögð á annarra manna hendur. Hjá SA-mönnum er það fyrrnefndur Jón B. Gíslason sem verður yfir á bekknum en fyrir SR-inga er það aðstoðarþjálfarinn Gunnlaugur Thorodsen sem fer fyrir sínu liði.
Strax að leik loknum keppa sömu lið í 3ja flokki karla.
Myndina tók Sigurgeir Haraldsson
HH