Hokkíhelgi

Hokkíhelgin að þessu sinni er nokkuð öðruvísi en oftast því á þessari stundu stendur yfir lokaundirbúningur vegna ferðalags U18 ára liðs Íslands til Erzurum í Tyrklandi. Þar mun liðið keppa á heimsmeistaramóti á vegum Alþjóða íshokkísambandsins. Liðið heldur utan á sunnudag en í kvöld mun það taka æfingaleik í Egilshöll og svo létta æfingu í fyrramálið einsog sjá má á U18 tenglinum okkar.

Ekki er ferð U18 ára drengjana það eina sem er i gangi því um helgina koma 6. og 7 flokkur saman í Egilshöll og spila en dagskránna má finna hér. Enginn vafi er á að í Egilshöllinni verður mikið fjör hjá börnunum rétt einsog í fyrri mótum vetrarins.

HH