03.01.2009
Keppni á íslandsmótinu í íshokkí hefst á nýju ári með tveimur leikjum annarsvegar með leik í meistaraflokk kvenna þar sem Skautafélag Akureyrar og Björninn keppa og hinsvegar með leik sömu liða í 2. flokki karla. Hléið sem nú er á enda er orðið nokkuð langt fyrir alla íshokkímenn enda var gert ráð fyrir að U20 landslið Íslands væri að spila í heimsmeistarakeppni á þessum tíma. Segja má að um hálfgerða jólarsteikarleiki sé að ræða og ekki ólíklegt að einhverjir leikmenn verði þungir á sér svona rétt í byrjun.
Leikurinn kvenna hefst klukkan 18.00 og leikur 2. flokksins strax á eftir.
HH